Fyrsti pólitíski fangi Ísland.

Af hverju var þessi drengur handtekinn í gær í háskólanum eins og
stórglæpsmaður fyrir að því var sagt að klifra upp í krana árið 2006.
Ástæðan var að hann dró upp bónus fánann. Það er stríðsyfirlýsing af
lögreglunni gegn tug þúsundum mótmælanda Íslands að handtaka hann og
sýnir að hér er ekki lýðræði. 
mbl.is Fanganum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Bull er þetta í þér maður, þessi drengur braut lög fyrir 2 árum síðan, hann var dæmdur til fésektar eða tukthúsvistar ef hann vildi ekki una fésektinni, hann valdi tukthúsið, svo kemur svona spekingur eins og þú og kallar löglega aðgerð stjórnvalda brot á lýðræði, sínir glögglega að þú veist ekki hvað lýðræði stendus fyrir.  

Magnús Jónsson, 22.11.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Rétt hjá þér Magnús....

Inga Lára Helgadóttir, 22.11.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Rauði Oktober

Þetta var ekki  lögleg aðgerð af lögreglunni af því að það þarf að senda tilkynningu til þess se4m á að borga sektina með 3 vikna fyrirvara í þessu tilfelli fyrir utan að vera siðlaus og beint gegn fólki sem vill spillinguna burt.

Rauði Oktober, 22.11.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Hefur þú vitneskju um að hann hafi ekki verið boðaður til afplánunar fyrir 3 vikum? og ekki mætt, er hugsanlegt að það sé ástæðan? ég bara spyr.

Magnús Jónsson, 22.11.2008 kl. 20:10

5 identicon

Hættu þessu kjaftæði Magnús,það er vitað að hann var ekki boðaður, það er líka vitað að refsing hans var slitin í sundur sem er einnig brot á lögum. Björn og tindátar hans gerðu þau mistök að handtaka mann af pólitískum ástæðum á föstudag og fengu að súpa seyðið af þeim mistökum í dag. Þessum háu herrum sem eru að "bjarga" okkur þarf að koma frá völdum áður en þeir ná að skuldsetja okkur upp undir enni og ekkert stendur eftir nema nefið til að anda. Er þrælslundin og óttin við vald flokksuns slíkt að það er allt leyfilegt ef koma skal á "friði"? Er ekki komin tími til að almenningur í þessu landi rísi upp og brjóti af sér hlekkina sem legið hafa á honum í 64 ár? Er ekki komin tími til að menn brjóti odd af oflæti sýnu, játi þau mistök sem gerð hafa verið og axli ábyrgð með því að segja af sér embætti. Ég fyrir mitt leyti styð allar aðgerðir sem beinast gegn status quo á Íslandi og set það ekki fyrir mig að þær séu ekki "friðsamlegar". Mannréttindi og kosningaréttur eru ekki sjálfsögð réttindi og það á eftir að sýna sig betur og betur á næstu vikum. Íslendingar eru komnir með upp í háls af bullinu sem viðgengst innandyra á Austurvelli og persónulega þekki ég fólk sem kosið hefur "Sjálfstæðisflokkin" í gegnum tíðina sem sver það nú af sér eins og postulinn forðum daga. Tími aðgerða er núna, ekki þegar búið er að skuldsetja (lesist selja allar okkar auðlindir) þjóðina upp fyrir rjáfur. Eigðu svo yndislegan dag vinur.

Arnar Þór Hilmarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:42

6 identicon

Fyrst þið eruð svo miklir lögspekingar að þið vitið að um ólögmæta aðgerð var að ræða þá óska ég eftir því að þið upplýsið hvernig 4. mgr. 10. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga hljóðar.

Guðrún J (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband