31.10.2008 | 23:33
Kommunistarnir gengu í Sjálfstæðisflokkinn
Hvar eru gömlu Alþýðubandalags rausararnir frá því fyrir tíma Davíðs, útrásar og einkavinavæðingar. Jú þú getur fundið þessa aumingja í stjórn Seðlabankans, í kjöltu Davíðs Oddsonar eins og erkiíhaldið hann Ragnar Arnalds eða að mata krókinn í feitum embættum utanríkisþjónustunnar eins og Svavar Gest. Þú getur jafnvel fundið þá á Bessastöðum með allt niður um sig í siðferðislegum málum. Gömlu kommarnir sviku hugsjónir sínar vís vitandi, þeir vissu betur, þeir höfðu talað við menn sem stóðu á eyrinni án atvinnuleysistrygginga og lífeyrirsjóða fyrir stríð. Annar apaheilinn er Hjörleifur Guttormsson, það eina sem sá fýr skilur eftir sig er þvermóðska og kassahugsunaháttur og andstaða við alþjóðarvilja. Þeir þekktu til Gúttóslagsins og alvöru arðráns. En þeir voru svikulir og þess vegna fóru þeir í pólitík. Og fyrir hverju berjast svo þessar mannvitsbrekkur, jú, gegn Evrópusambandinu, Steingrímur Joð, Ögmundur og Sjálfstæðismenn eru sammála að berjast gegn Evrópusambandsaðild. Heilalaust lið og óvinir alþýðunnar. Alþýðunnar segi ég af því að hún er ekki horfin þó að bæði hún og þeir sem vilja arðræna hana vilji kalla hana millistétt. Ekki taka það svo að ég áliti Davíð, Geir, Hannes, Árna Jons Sigurð Kára, Blöndalana og Björn betri en þeir gegnu þó til dyra eins og þeir voru klæddir, sem ótýndir glæpamenn. Við vissum það. Það versta af öllu er, sennilega af því að það er það nýjasta er að Ingibjörg Sólrún og hennar hyski virðist ætla að sverja sig í ætt við gömlu svikahrappanna úr Alþýðubandalaginu. Við þurfum að losna við allt þetta pakk og það strax.
Athugasemdir
Kommúnistar? Ég sé ekki einn einasta kommúnista í þessari upptalningu þinni.
Vésteinn Valgarðsson, 6.11.2008 kl. 06:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.