Flestir er ekki allir.

"Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að vel flestir landsmenn geti staðið undir þeirri gjaldtöku sem fyrirhuguð er í heilbrigðisþjónustu".

Þetta er Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn. Meirihlutinn ætlar að ekki bara að kúga minnihlutann, heldur að drepa hann líka , úr krabbameini og kransæðasjúkdómum.

Auðvitað hafa fátæklingar verið í minnihluta víðast hvar ef ekki allstaðar síðastliðna öld. Samt, takið eftir því hafa þjóðir vesturlanda og kommúnistalanda að Íslandi og Bandaríkjunum undanskildum tekið þann pól í hæðina að láta alla njóta heilsugæslu. Þetta er spurning um siðfræði en ekki pólitík.  

Geir er og verður forsætisráherra hinna ríku, stétt gegn stétt. 


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisbankarnir eiga kvótann

Í gegn um skuldir kvótaþeganna. Er þessi vitsmunabrekka að ætlast til þess að ríkið gefi þeim eftir skuldirnar aftur. Hann og forréttindahópur hans gæti sennilega ekki lifað af nóttina úti á hinum frjálsa markaði. Þetta er bara bull í manninum.
mbl.is Aldrei aftur í faðm ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband