24.10.2008 | 00:22
Hvar eru mótmælin?
Við þykjumst komnir af víkingum en það er eins og við séum allir komnir af þrælum, þvílíkt er aðgerðaleysi okkar, langlundageð og þrælsótti. Af hverju er enginn að henda molotovkokteilum og brenna hjólbarða á götum úti. Flestar þjóðir bæði í Evrópu og að ég tali nú ekki um í þriðja heiminum, þangað sem við erum komnir nú í efnahagslegu og í spillingarlegu tilliti, væru fyrir löngu komnar út á götu með ofbeldi. Ég lýsi eftir víkingauppruna okkar og smá lífsmarki. Hvar er hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)